Ferill 480. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 528  —  480. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um hagsmuni brotaþola varðandi aðgengi sakbornings að gögnum í sakamálum.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hvernig er metið í hvaða tilvikum lögregla má synja sakborningi og/eða verjanda um aðgang að einstökum skjölum og öðrum gögnum máls skv. 3. mgr. 37. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008? Er haft samráð við brotaþola um aðgengi að gögnum þegar slíkt mat fer fram?
     2.      Getur brotaþoli kært ákvörðun lögreglu um aðgengi sakbornings og/eða verjanda að gögnum eða bjóðast honum einhver önnur úrræði varðandi aðgengi sakbornings og/eða verjanda hans að gögnum máls?


Skriflegt svar óskast.